Leikskólinn Grænuvellir var opnaður 15. september 2007 og var þá nýr eftir sameiningu tveggja leikskóla í sveitarfélaginu, Bestabæjar (1980-2007) og Bjarnahúss (1995-2007). Hann er staðsettur á torginu við Iðavelli 1.
Um 140 börn, frá eins til sex ára, dvelja hér samtímis á átta deildum. Þær heita Tunga, Bali, Hóll, Vilpa, Róm, Foss, Berg og Árholt og eru nefndar eftir gömlum húsum hér í nágrenninu.
Við leggjum mikla áherslu á leikinn, útikennslu, læsi, tónlist og síðast en ekki síst jákvæðan aga.