Karellen

Foreldraráð starfar með hagsmuni barna og foreldra þeirra að leiðarljósi og fylgist með því að hlúð sé að velferð og réttindum þeirra í leikskólastarfinu. Foreldraráð fjallar um og veitir umsögn um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi leikskólans og skulu stjórnendur leikskólans bera allar meiriháttar ákvarðanir um skólastarfið undir ráðið. Foreldraráð fylgist enn fremur með því að skólanámskrá og aðrar áætlanir séu kynntar fyrir foreldrum og hvernig þær eru framkvæmdar. Foreldraráðið fjallar um ábendingar frá foreldrum og öðrum forsjáraðilum um starfsemi leikskólans og aðbúnað barnanna og getur komið þeim á framfæri við leikskólastjóra eða bæjaryfirvöld.


Í foreldraráði veturinn 2021-2022 sitja eftirfarandi foreldrar:

Jóna Dagmar Hólmfríðardóttir Jónadagmar@gmail.com

Kristín Anna Hreinsdóttir kristinannah@gmail.com

Sunna Mjöll Bjarnadóttir sunnamj@gmail.com


Leikskólastjóri Grænuvalla stendur fyrir kosningu í foreldraráð. Aðilar eru kosnir til eins árs í senn. Leikskólastjóri starfar með foreldraráði og eru haldnir reglulegir fundir.

Hlutverk foreldraráðs samkvæmt lögum um leikskóla frá 12. júní 2008 er:

„ … að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.“


© 2016 - 2024 Karellen