Karellen
news

Starfsfólk á skyndihjálparnámskeiði

18. 03. 2022

Á starfsdaginn í gær sat starfsfólk leikskólans skyndihjálparnámskeið þar sem farið var yfir fyrstu hjálp helstu slysa og óhappa sem geta átt sér stað innan leikskólans og utan.Skyndihjálp er mjög mikilvægur partur af endurmenntun kennara og er kennd í leikskólanum á tveggja til þriggja ára fresti auk þess sem ýtarlegar leiðbeiningar eru í Öryggishandbókinni okkar sem allt starfsfólk leikskólans les og hefur aðgang að.

© 2016 - 2022 Karellen