Karellen
news

Dagur leikskólans

06. 02. 2020

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag, 6. febrúar. Í morgun var opið hús hjá okkur á Grænuvöllum þar sem gestir og gangandi fengu að skoða skólann og kynnast starfinu. Börnin komu svo saman á söngsal og sungu nokkur vel valin leikskólalög.

Undanfarna daga hafa börnin verið að velta fyrir sér hvað það er sem þau geri og læri hér í leikskólanum og er afrakstur þeirrar vinnu kominn upp á vegg á norðurgangi leikskólans. Við hvetjum alla til að kíkja við á ganginum og skoða :)

Við óskum leikskólum landsins, nemendum, foreldrum, kennurum og starfsfólki til hamingju með daginn!

© 2016 - 2022 Karellen