Karellen
news

Allir leikskólar á Íslandi fengu viðurkenninguna Orðsporið.

05. 02. 2021

Leikskólinn hlýtur Orðsporið 2021

Dagur leikskólans er á morgun, 6. febrúar en þar sem hann ber upp á laugardag er honum fagnað víða um land í dag. Á Grænuvöllum vorum við með söngsal í gær og í morgun í tilefni dagsins.

Í morgun tilkynnti menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir um handhafa Orðsporsins 2021. Orðið handhafi er hér í fleirtölu því hvatningarverðlaunin hlýtur leikskólastigið í heild sinni; leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna.

Það var mat valnefndar um Orðsporið að leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna hafi sýnt ótrúlega elju og fagmennsku á tímum COVID-19. Leikskólarnir hafa unnið afar vel úr erfiðum aðstæðum með velferð og nám barna í algjöru fyrirrúmi.

Við á Grænuvöllum erum hæst ánægð með viðurkenninguna og þökkum kærlega fyrir.

© 2016 - 2022 Karellen