Karellen

Læsisstefna Grænuvalla

Haustið 2018 var okkur boðin þátttaka í þróunarverkefni um starfsþróun kennara sem að eftir nokkra íhugun við þáðum enda mjög mikilvægt að starfsþróun sé aðgengileg, sérstaklega fyrir skóla út á landi. Þróunarverkefni þetta er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitafélaga, Kennarasambands Íslands, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Listaháskóla Íslands og Skólameistarafélags Íslands.

Eftir nokkrar vangaveltur og forgangsröðun var ákveðið að ráðast í að búa til markvissa læsisstefnu fyrir leikskólann. Í lok árs 2020 var lokaskýrslu verkefnisins skilað til Menntamálaráðuneytisins og markviss læsisvinna þegar hafin á öllum deildum leikskólans.


© 2016 - 2024 Karellen