news

Útskrift 2014 árgangs

04. 06. 2020

Fimmtudaginn 28. maí síðastliðinn útskrifaðist 2014 árgangur frá leikskólanum við hátíðlega athöfn. 32 börn eru í þessum árgangi sem munu hefja grunnskólagöngu sína í Borgarhólsskóla í haust.Vegna sérdeilis undarlegra aðstæðna í samfélaginu síðustu mánuði fór útskriftin fram með öðrum hætti en venja er en árgangurinn útskrifaðist í fjórum hollum, þannig gátu allir foreldrar verið viðstaddir í salnum okkar.Börnin eru í vetur búin að vera í tónlist hjá Line Werner einu sinni í viku og var planið að þau myndu syngja undir hennar leiðsögn í útskriftinni, en þar sem hópnum var skipt upp var ákveðið að taka söngatriðið upp með öllum börnunum og var það sýnt á útskriftunum.Sigga Valdís hélt svo þakkar- og hvatningarræðu og færði börnunum rós og útskriftarskjal.

Við á Grænuvöllum þökkum nemendum og foreldrum kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár og óskum þeim velgengni og hamingju um alla framtíð.


© 2016 - 2021 Karellen