Karellen
news

Soroptimistar komu færandi hendi

13. 02. 2020

Sorptimistar á Húsavík komu færandi hendi í vikunni, með gjafabréf upp á tæpar 60.000 krónur. Þær seldu kærleikskúluna fyrir jól og er þetta hluti ágóðans af þeirri sölu. Gjafabréfið verður því nýtt til kaupa á sérkennslugögnum.

Þess má geta að fyrir gjafafé sem þær færðu okkur í fyrra voru keyptir tveir fatboy grjónapúðar sem eru notaðir í sérkennslu og á deildum. Þeir geta t.d. hjálpað börnum með einhverfu og ADHD að róa sig niður og öðlast öryggistilfinningu. Við þökkum Soroptimistum á Húsavík kærlega fyrir gjöfina, hún verður vel nýtt :)

© 2016 - 2024 Karellen