Karellen
news

Afsláttur af vistunar- og fæðisgjöldum í desember.

08. 11. 2019

Fjölskylduráð Norðurþings hefur ákveðið að bjóða foreldrum leikskólabarna afslátt af vistunar- og fæðisgjöldum í desember. Þetta er liður í að bæta starfsumhverfi leikskólans með því að gefa barnafjölskyldum sem og starfsmönnum og fjölskyldum þeirra tækfæri til aukinnar samveru yfir hátíðirnar.

Í gegnum árin hafa margir foreldrar kosið að nýta ekki dagana í kringum jól og áramót í vistun en hafa engu að síður greitt fyrir þá daga. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á að fella niður gjaldið hjá þeim sem ekki þurfa að nýta dagana 23., 27. og 30. desember

Þessa daga verður því lágmarks starfssemi í gangi í leikskólanum. Undanfarin ár hafa deildir sameinast yfir hátíðirnar og það mun verða eins í ár. Einhverjum deildum verður lokað og það verður færra starfsfólk í húsi.

Ef foreldrar óska eftir að skrá barnið í frí einhvern þessara daga þarf að láta leikskólastjóra vita af því fyrir 20. nóvember með tölvupósti. Skráning er bindandi og verður ekki hægt að taka á móti þei börnum sem skráð hafa verið í frí. Eingöngu verða felld niður gjöld vegna þessara daga hjá þeim foreldrum sem skrá börn sín í frí fyrir 20. nóvember.

Vonandi mun ofangreind ákvörðun fjölskylduráðs Norðurþings mælast vel fyrir og gefa fjölskyldum tækifæri til aukinnar og jákvæðrar samveru yfir hátíðirnar.

Netfang leikskólastjóra: siggavaldis@graenuvellir.is

© 2016 - 2024 Karellen