news

1-1-2 dagurinn

12. 02. 2020

112 dagurinn var í gær og af því tilefni fengum við björgunarsveitina, lögregluna, slökkviliðið og sjúkraflutningamenn í heimsókn til okkar í dag. Þau komu með bílana sína og önnur tæki og leyfðu börnunum að skoða við gríðarlegan fögnuð barnanna. Viðbragðsaðilar hafa komið í heimsókn til okkar í kring um 112 daginn undanfarin ár og er afskaplega dýrmætt fyrir börnin að fá að kynnast fólkinu og tækjunum í návígi. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og hlökkum til áframhaldandi samstarfs :)


© 2016 - 2021 Karellen